Tuesday, October 24, 2006

 
Sælt veri fólkið.


Loksins loksins er ég kominn í samband við umheiminn. Þannig er nefnilega mál með vexti að það tölvan mín varð víst eitthvað lasin skildist mér. Refurinn kallaði því út rauðhærða tölvulækninn hann Huginn en hann er betur þekkur sem Huginn í greiningar og fjárfestingarfélaginu Huginn Group inc. Já það er gott að eiga góða að. Hann vildi meina að tölvan væri með alvarlega vírussíkingu í heilanum. En betur fór en á horfðist og vegna fyrirbæna minna og hjúkrunarhæfileika þá náði þessi elska heilsu aftur eftir að hafa verið óstarfhæf í hálfan mánuð.


Lífið hefur gengið hin vanagang hér og allt bara við hið sama. Eitt hefur þó breyst og það er smekkur minn á sjónvarpsefni. Ég hef þungar áhyggjur af því hversu abnormal hegðun ég er farinn að sýna. Ég er farinn að horfa spenntur á Melrose Place og Beverly Hills 90210. Já Það sem ég taldi sorp og lámenningu sjónvarpsins á hug minn allan þessa dagana. Ég er hins vegar búinn að sjá í gegnum hin ,,geðþekka" geðlækni Dr Phil. Þannig er mál með vexti að ég var að horfa á þátt um daginn og þar fékk hann konuna sína(Robin) til þess að taka eina þreytta húsmóður í einskonar Extraem makeover. Þegar Dr Phil fór svo að spyrja konuna sína út úr tók ég eftir því að hann leyfði henni ekki að klára eina einustu setningu heldur greip alltaf fram í fyrir henni. Maðurinn sem er alltaf að tala um að fólk eigi að fá að tala út og hinn aðilinn að hlusta, en abbabab ekki meistari Dr Phil. Hann er nefnilega yfir þessar reglur hafinn. Ég tók líka eftir því að konan hans var vel sminkuð væntanlega til þess að fela glóðuraugun og marið á kinninni eftir allt heimilisofbeldið. Þetta er bara kenning, ég er ekki að fullyrða neitt en samt finnst mér þetta ansi líklegt. Ég kvet ykkur til þess að kíkja á hann næst í sjónvarpinu og líta eftir geðveikisglampanum í augunum á hinum geðþekka geðlækni sem kaninn elskar ! Er maðurinn ekki líklegur til þess að vera einn af þeim helsjúku einstaklingum sem klæðast fullorðinsbleyju og míga og skíta á sig ? Ja ég spyr ykkur.

Eins og þið vitið flest eru prófkjör í öllum flokkum að bresta á og maður veit ekki hvern á að kjósa slíkt einvala lið er í framboði í öllum flokkum. Ég eins og margir hef búið mér til einskonar draumaríkisstjórn og vill deila henni með ykkur hinum. Ég hef legið yfir þessu lengi en held að þetta sé besta útkoman.

Forsætisráðherra: Hér kemur aðeins einn maður til greina Jakob Fríman Magnússon - það þarf ekki rökstuðningar við. Ef leyfilegt væri að haf sama manninn forseta og forsætisráðherra þá væri þetta maðurinn.

Utanríkisráðherra: Guðni Ágústsson - Ég veit ekki afhverju en hann virkar bara eitthvað svo góður í ensku.

Félagsmálaráðherra: Að sjálfsögðu Pétur Blöndal. Sennilega er ekki til sá maður sem getur sett sig betur í stöðu öryrka og annara sem minna mega sín.

Fjármálaráðherra : Að sjálfsögðu hinn geðþekki fyrrverandi þingmaður Frjálslynda og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins Gunnar Örlygsson. Hef hef áreyðanlegar heimildir fyrir því að hann sé góður í bókhaldi og strangheiðarlegur.

Heilbrigðisráðherra : Yrði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndra enda gott dæmi um hvað holt mataræði og hreyfing getur gert fyrir mannslíkamann!

Iðnaðarráðherra : Hér er engin spurning. Kolbrún Halldórsdóttir hjá Vinstri Grænum enda ávalt opin fyrir góðum hugmyndum. Ætli hún gæfi mér atvinnuleyfi sem nektardansara ?

Landbúnaðarráðherra: Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokki yrði kjörin þarna. Þar er augsýnilega kona á ferð sem hefur mokað flórinn og mjólkað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Menntamálaráðherra: Yrði Bjarni Gaukur Þórmundsson íþróttakennari í Kópavogi. Fáir þekkja hann en treystið mér.(googlið honum bara upp) Þar er snillingur á ferð.

Smgönguráðherra: Yrði Sigurður Kári Kristjánsson. Hann þekki vegina svo vel að hann gæti keyrt þá blind(fullur)andi

Umhverfisráðherra: Yrði Valgerður Sverrisdóttir enda vandfundin sú manneskja sem ber eins auðmjúkan hag náttúrunnar fyrir brjósti.

Sjávarútvegsráðherra: Er ekki í framboði en er fæddur í þetta. Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður. Maður sem hefur lifað á bökkum Langár og hefur veit hvað klukkan slær. Hann gæti einnig verið helsti ráðgjafi hinna ráðherrana enda vart til það mál sem hann hefur ekki vit á.

Dómsmálaráðuneyti: Bara einn maður ! Árni Johnsen, frægur í formi. Hann þekkir þennan málaflokk út og inn segja mér kunnugir.

Svona lítur stjörnuliðið mitt út !

Jæja nú er refurinn enn einu sinni að leggja land undir fót og er heldur til London á fimmtudag á vegum KSÍ til þess að kíkja á hvað haldiði ? Jú fótbolta. En það verður að sjálfsögðu ekki það eina sem ég mun gera þarna.

Refurinn er mun segja frá ferðasögu sinni þegar heim er komið.

Þangað til vill ég senda Golla nágranna mínum bestu kveðjur og vona að þessi ónot í ristlinum fari að lagast og vindgangurinn lagist. Ég vona að það komi eitthvað út úr þessum speglunum hjá þér. Baráttu kveðjur !

Þangað til næst ,, Byrjaðu daginn með brosi"

Sæl að sinni
Mikki refur

Wednesday, September 27, 2006

 
Mikki refur er mættur til leiks

Sælt veri fólkið. Mikki refur er mættur galvaskur til leiks á ný eftir að hafa tekið sér leyfi frá hinum almennu ritstörfum. Það er mat refsins að sérhver listamaður hvort sem um er að ræða listmálara, keramiklistamann eða rithöfund þá þurfi viðkomandi á kvíld að halda stökum sinnum frá list sinni til þess að viðhalda ferskleikanum í listsköpun sinni. Með þetta leiðarljósi þá ákvað ég að kvíla mig aðeins á ritstörfunum og taka mér smá pásu og reyna að koma ferskur inn.
Það hefur margt á daga refsins drifið síðan hann sló loppunum á lyklaborðið síðast.
Það myndi æra óstöðugan að fara að þylja upp allt sem gerst hefur í lífi refsins undanfarna tvo mánuði.
Refurinn lagði lanf undir fót og skellti sér til Króatíu með smá viðkomu á Ítalíu. Þetta var allveg þrælskemmtileg ferð sól og blíða og ekki skemmdi fyrir að ég fór til Ítalíu daginn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Stemningin var allveg geggjuð þarna. Það voru komin heil 18 ár síðan ég hafði verið í Feneyjum síðast en það var allveg ótrúlega gaman að koma þarna aftur og allveg ótrúlega fallegt. Það kom mér reyndar mikið á óvart að hversu vel ég rataði þarna svona mörgum árum seinna.
Nú er stefnan sett á að fara til London í lok oktober í ferð á vegum KSÍ voðalega gaman.
Svo verður maður víst eitthvað að kíkja á hvar maður eigi að halda sig næstu árin í námi. Þess vegna verður maður að reyna að taka einhverskona roadtrip til þess að skoða þá staði og skóla sem koma til greina - voða spennandi.

Um verslunarmannahelgina varð refurinn fyrir allveg einstakri lífsreynslu. Já rebbi fór til Eyja. Ég ákvað þetta með 15 mínútna fyrirvara og skellti mér með Golla gullrassi og Jóa djammdýri til Þorlákshafnar og tókum Herjólf yfir. Ég hélt að ég yrði ekki eldri og lofaði sjálfum mér því að fara ALDREI með þessum skítadalli aftur. Ég var alvarlega að íhuga að henda mér fyrir borð og klára þetta svo illa fór sjóferðin í mallann á refnum. En heljarförin tók enda og við tók þvílík skemmtun. Ég mun ALDREI og ég fullyrði ALDREI fara neitt annað en til Eyja meðan ég er barnlaus ! Ég labbaði milli hvítu tjaldanna og mynglaði við heimamenn sem tóku mér opnum örmum með samlokum, lunda og ,,djús" til þess að skola herlegheitunum niður. Á meðan voru Gullrassinn og Djammdýrið að ,,skoða" tjöldin hjá saklausum þjóðhátíðargestum. Það er best að fara ekki nánar út í þá sálma en ég er ekki frá því að Gullrassinn hafi þjáðst af ótímabærum þvagleka vagna hláturskrampa svo vel skemmti hann sér á tjaldstæðinu með Djammdýrinu !
Á sunnudag kom svo rauðhærði þrællinn til Eyja og gerði gríðarlega góða hluti enda gengur hann undir nafninu Huginn 100% þessa dagana !!!


Úr Urriðanum er allt gott að frétta. Guttormur Flóki er farinn að eldast og orðinn með virðulegustu hundum hverfisins þó ég segi sjálfur frá. Kötturinn Tómas er hins vegar við sama heygarðshornið. Mýsnum og fuglunum sem hann hefur tekið hingað inn til þess að leika hefur jú heldur fækkað en þá kemur bara eitthvað annað í staðin.
Þessi blessaði köttur er allveg ótrúlegur. Ég er ansi hræddur um að forvitnin muni einhvern tíma verða honum að falli. Ég er allur marinn og aumur eftir nóttina. Hljómar ekki vel en á sínar eðlilegu skýringar. Þannig var mál með vexti að ég kom heim með seinni skipunum í gær. Þegar ég er að labba inn um útidyrahurðina heima. Þá heyri ég mjálm að ofan. Sé ég ekki köttinn Tómas fyrir ofan mig uppi á þaki og ber sig aumlega. Hann hafði í forvitni sinni farið út um glugga og út á þak. Það var því ekki annað að gera en að príla upp á þak og ná í son sinn. Þegar ég var kominn upp á þakið hljóp kötturinn undir rennu og hjúfraði sig þar og vildi ómögulega koma undan. Ég lagðist því á magann og bakið í tilraunum mínum við að ná honum blessuðum þarna undan og var búinn að velta mér fram og aftur. Eftir um hálftíma hugnaðist herra Tómasi að koma undan rennunni og heilsa upp á föður sinn. Ég tók hann upp og setti hann aftur inn um gluggann. Þegar ég vaknaði í morgun var ég svo með bárujárnmunstur um allan líkamann. Erfitt að útskýra það svo að illa hljómi ekki !!!

Ég held að þetta sé ágætis skamtur í bili bæði fyrir mig og ykkur. En allavegana- Refurinn er mættur aftur !!

Speki dagsins ,, Taktu einn dag fyrir í einu"

Þangað til næst - later

kv
Mikki refur

Tuesday, July 04, 2006

 
Mikki refur er stunginn af erlendis.

Fyrirvarin var enginn og því vita þetta fáir.

Læt heyra í mér síðar.

Speki refsins ,,Lifðu í núinu og gríptu tækifærin meðan þau gefast"

Þangað til næst : ,, Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil"


Kveðja
Mikki refur

Sunday, June 25, 2006

 
Mikki refur léttreyktur

Sælt veri fólkið. Það er ekki annað hægt að seiga en að dagarnir síðan ég skrifaði hérna síðast hafa verið viðburðaríkir í lífi refsins. Það hefur ýmislegt miður skemmtilegt gerst síðustu daga. Þetta hefur þó ekki verið alslæmur tími. Ég er til dæmis búinn að vera að reyna að selja kærasta Líneyjar systur, honum Armin landið okkar. Ég held að það hafi bara tekist með miklum ágætum. Hann var allavega farinn að spyrja mig um hvar hægt væri að fá land undir hús !!
Ég fór einnig með rauðhærða þrælnum mínum, Golla gullrassi, Líneyju og Armin í Þórsmörk og upp að Langjökli um síðustu helgi. Við fengum geggjað veður í Mörkinni og fórum í fjallgöngu. Ég sýndi algjöra snilldartakta í göngunni og var það mál manna að þar færi vanur maður. Refir eru nefnilega gríðarlega klókir að stikla milli steina og stökkva yfir ár. Ég og Gullrassinn fórum fyrir hópnum á meðan sá rauði rak lestina volandi og bað okkur um að fara ekki svona hratt yfir.
Ferðin var allavegana mjög skemmtileg og tókst í alla staði vel. Nú er Armin og Líney farin af landi brott og fengu það verkefni að finna fjallakofa í Whistler í vetur þannig að ég geti mætt með liðið á skíði !!!

Jæja eins og ég hef áður sagt þá hef ég verið að vinna eins og vitleysingur til þess að getað farið út í sumar og fengið þokkalegt frí. Ég fór því á aukavakt á föstudag fyrir viku ásamt manni af minni vakt. Ég var bara í mestu makindum að dunda mér eitthvað þarna þegar ég sé vinnufélaga minn koma stökkvandi á öðrum fæti og fara inn í búningsklefa. Ég var svo beðinn um að koma inn og kíkja á hann. Þegar ég opnaði hurðina fann ég þvílíka brunalykt og áttaði mig því strax á hvað hafði gerst. Hann hafði stigið ofaní fljótandi ál og brenndist illa á ilinni og hælnum og á ekki eftir að getað stigið í fótinn í einn og hálfan mánuð ! Hann var búinn að skipuleggja ferð út með fjölskyldunni en það verður auðvitað ekkert úr því ! Virkilega ánægjulegt að eyða sumrinu í þetta !!

Þá er sögunni komið að mér. Eins og flest af ykkur vita varð alvarleg bilun í Straumsvík í síðustu viku sem varð til þess að einn kerskálinn datt út og mun ekki verða nothæfur næstu mánuði. Út af þessu varð auðvitað geðveikt stress og allt vitlaust að gera. Ég mætti á fyrstu næturvaktina mína á aðfararnótt þriðjudagsins og vann eins og mófó um nóttina. Ég held að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér þarna (ekki það að vinnuálagið hafi verið að drepa mann þarna síðustu ár), jæja hvað um það klukkan hálf átta korteri áður en ég átti að fara í sturtu heltist niður c.a. 4 tonn af áli á gólfið beint fyrir framn nefið á mér og upp blossaði þvílík reykjarbræla. Ég stóð þarna í gufu og reykbaði og var bara góðum fíling. Nokkrum mínútum seinna var ég á gangi og varð eins og ég hafði verið sleginn með kylfu í hnakkann. Mig svimaði þvílíkt og fór að kasta upp eins og múkki. Ég vildi bara fara heim að sofa en fékk engu um það ráðið og var fluttur upp á slysó þar sem ég eyddi um 5 tímum í súrefni og rannsóknum. Kristín the Icelandair princess mætti svo og sat yfir vini sínum. Hún reyndar nýtti bara tækifærið og tók myndir af mér og gerði grín af mér þar sem ég lá í sjúkrarúminu eins og aumingi - Já það er gott að eiga góða vini !!. Ég var svo sendur heim beðinn um að koma aftur ef að ég yrði eitthvað skrítinn. Ég var bara sæmilegur þangað til á seinnipart fimmtudagsins. Þá fór refurinn fyrst að verða skrítinn. Ég hef sjaldan verið talinn eðlilegur en boy o boy ! Nú held ég að ég viti hvernig það er að vera í vímu. Ég var og er búinn að vera vægst sagt í ruglinu. Ég fór því aftur upp á slysó og var settur í rannsóknir og gleði.
Það kom elskulegur eldri maður í hvítum slopp og bauð mér að gista þarna hjá þeim yfir nóttina en ég afþakkaði pent og sagði að Urriðinn væri fullur af fólki. Seinna um kvöldið fékk ég þær gleðifréttir að eitrunin væri komin í miðtaugakerfið og heffði því áhrif á líkamshitann og jafnvægisskynið. Þeir ,,héldu" að þetta myndi ,,kanski" jafna sig yfir helgina - MJÖG sannfærandi !! ,,En ef að þú verður ,,skrítinn" áfram þá skaltu ekki hika við að koma hingað aftur. En eins og ég segi þá geri ég svona frekar ráð fyrir að það verst gangi yfir yfir helgina" - Þetta þýðir á læknamáli - Viðhöfum ekki hugmynd um hvað er í gangi !
Á meðan sit ég hér í Urriðanum og fæ með jöfnu millibili hita og svita köst - semsagt æðislegt.
En þetta er þó ekki alslæmt. Ég fæ núna að vera í nánu sambandi við Halldór öryggisfulltrúa í álverinu en eins og sum ykkar vita þá er hann eins konar IDOL hjá mér ;)

Jæja nóg um hrakfalla og sjúkrasögur refsins. Á morgun mánudag verður afmæli. Hún Dagbjört Dögg frænka mín verður 7 ára - ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Ætli maður druslist ekki niðrí Kringlu á morgun og kaupi eitthvað fyrir þær systur. Spurning hvort ég finn eitthvað af viti ég er nefnilega ómögulegur í að finna svona afmælis gjafir. Ég geri samt sem áður þá sjálfsögðu kröfu að fá köku !

Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili. Þetta er ábyggilega allt morandi í stafsetningar og málfræðivillum enda er ég ekki allveg upp á mitt besta !

Speki dagsins ,, Vendu þig á að taka hverjum degi með bros á vör og þá verður allt auðveldara"

Þangað til næst Veriði hress -ekkert stress - alltílagi bless


Kveðja
Mikki refur

Thursday, June 15, 2006

 
Jú víst er ég lifandi !!!

Jæja þá er kominn tími til þess að láta vita af sér. Þetta verður samt í styttra lagi núna hjá mér. Ég er semsagt ekki dauður ennþá heldur er búið að vera allt á fullu hjá mér að undanförnu. Ég er búinn að vera að vinna eins og Mófó til þess að ég komist í fríið mitt. Ég er að verða búinn að vinna af mér c.a. hálfs mánaðar sumarfrí þannig að þetta er allt að hafast hjá mér ;)

Ég vill byrja á að benda lesendum á að hann sonur minn Tómas er ekki á leiðinni neitt !!! Hann er ekki nógu gamall til þess að flytja að heiman og ekki fer ég að senda hann á vandræðaheimili fyrir brjálaða unglinga. Ef að kötturinn minn hverfur mun Jónas í næsta húsi eiga mig á fæti !
Eins vill ég hafna því algjörlega Krummi góður að hann Guttormur minn hafi verið eitthvað ókurteis. Hann var einfaldlega að bjóðast til þess að draga þig að landi ef þú værir orðin södd.

Héðan úr Urriðanum er allt gott annars að frétta. Hingað er kominn góður gestur, hann Armin kærastinn hennar Líneyjar systur. Hann verður hér næstu vikuna og er þétt dagsskrá fyrir hann. Aldrei að vita nema maður taki hann á smá skrall um helgina ;)

Heyriði !! Undur og stórmerki gerðust. Ég lét verða af því að skella mér í þrekprófið hjá KSÍ í síðustu viku og er skemmst frá því að segja að ég rúllaði því upp - eins og mín var von og vísa. Ég fékk reyndar Jolla og Odda frænda til þess að hlaupa með mér þar sem að það er alltaf að betra að hafa einhvern með sér í þessar píningar !!

Ég vill taka fram að ég tapaði EKKI í fótbolta fyrir stelpu um daginn. Það er einfaldlega helber lýgi !! Ég hef ALDREI tapað fyrir stelpu í fótbolta og hef ekki hugsað mér að taka upp á því núna!!!

Nú er veislan hafin. Já þið vitið hvað ég á við - HM er byrjað. Hvað er betra en að slappa af yfir góðum leik ? Við erum að tala um þrjá leiki á dag USSSSSS !!!!!!!!! Þetta er þvílík snilld enda búið að skipuleggja fullt af ,,matarboðum" á meðan á keppninni stendur ;)

Eins og ég sagði áðan er ég að verða búinn að vinna mér inn c.a. hálfs mánaðar frí í vinnunni og ætla að bæta við það þannig að ferðaplanið í sumar virðist ætla að ganga upp - hybbí ;)

Nú styttist í næsta leik hjá Pungmennafélaginu þannig að ef að þið ætlið að koma að horfa á þá er um að gera að hafa samband og fá mig til þess að setja ykkur á gestalista, síðast komust færri að en vildu til þess að bera knattspyrnugoðin augum !!!!


Jæja þetta er orðið ágætt í bili þó að þetta hafi verið hálf þunnur þrettándi í þetta skiptið.

Speki dagsins ,, Temdu þér að vera heiðarleg(ur) gagnvart sjálfum þér og öðrum því með því móti verðuru sáttari við sjálfan þig"


Þangað til næst : Sumarið er tíminn þegar ......... ;)


kveðja
Mikki refur

Friday, June 02, 2006

 
Hrakfallabálkurinn Mikki refur

Sælt veri fólkið.
Þá er júní bara runninn upp og alltaf er maður jafn hissa á því hversu tíminn líður fljótt.
Úr Urriðanum er í sjálfu sér lítið að frétta. Mamma gamla fór í gær til Barcelona með vinnunni og verður í 5 daga. Á meðan sjáum við hin um rekstur heimilisins !

Ekki hefur margt merkilegt drifið á daga refsins síðan hann settist síðast niður við skriftir en þó sitthvað.
Eins og ég sagði frá hérna síðast þá töpuðum við félagarnir í Pungmennafélaginu fyrsta leiknum okkar ansi illa. Við unnum næsta leik 3-2 af gríðarlega miklu öryggi. Síðasta sunnudag spiluðum við svo þriðja leikinn okkar. Ástandið á mannskapnum var vægast sagt MJÖG slæmt. Fyrir það fyrsta mættum við bara 13 í leikinn, hinir melduðu sig inn þunna og treystu sér ekki til þess að spila (ekki það að við hinir höfum verið mjög ferskir eftir kosningadjammið deginum áður)
Ég held að ég verði að viðurkenna það að ástandið á refnum hafi ekki verið mjög gott. Þetta er án efa einn versti leikur sem ég hef spilað á minni lífsleið, ekki svo að skilja að ég hafi spilað mikið því eftir 35minútna leik var einn snillingurinn í hinu liðinu sem ætlaði að negla boltanum helst í gegnum marknetið hjá okkur en var ekki hittnari en það en hann negldi beint í kálfann á mér - djöfull var það vont. Ég varð fljótt allveg vitlaus og spurði strákana númer hvað hann væri því ég ætlaði að borga fyrir mig. Ég fór ekkert meira inná í leiknum þannig að hefndin þarf að bíða betri tíma. Þannig að ef þú færð boð um að spila með FC Marshall í utandeildinni - þá skaltu ekki klæðast treyju númer 7 !!! Þegar Refurinn kom svo heim til sín seinna um kvöldið var kálfinn á mér orðinn tvöfaldur og allur dofinn. Þegar ég lét svo tékka á þessu kom í ljós að það hafði flísast upp úr beini og ég má ekki fara í tæklingar næstu tvær vikurnar !!!
Lekurinn endaði 0-0 og því erum við búnir að vinna einn leik, tapa einum og gera eitt jafntefli. Eftir að hafa prófað þetta allt er liðið komið á þá skoðun að það sé skemmtlegast að vinna og því ætlum við að vinna allt það sem eftir er !!

Jæja nóg um fótbolta ! Ég lenti í allveg ótrúlega hressandi atviki fyrir nokkrum dögum. Ég vaknaði um nóttina og fór niður að fá mér vatn. Þegar ég var á leiðinni upp aftur stökk kötturinn Tómas á fótinn á mér og læsti klónum í hann og hljóp svo í burtu aftur. Hann var í einhverju voðalegu stuði kallinn og gerði þrjár aðrar tilraunir . Ég átti fótum fjör að launa og hljóp upp, læsti herberginu og dró sængina upp fyrir haus og þorði ekki út fyrr en um hádegi daginn eftir. Refurinn er orðinn mjög áhyggjufullur því hann er farinn að halda að litli strákurinn hans sé að breytast í ófreskju !!
Nú fer að styttast í HM - djöfulsins snilld verður það - algjör festival. Ég er samt svolítið hræddur um að missa af einhverjum leikjum þegar maður fer út en það verður þá bara að hafa það, þetta eru ekki svo margir dagar.
Nú reynir maður bara að vinna sér inn eins margar skipti og frívaktir í vinnunni eins og kostur er svo að maður þurfi ekki að taka sér mikið launalaust frí þegar maður fer út. Það gengur bara nokkuð vel og mér sýnist þetta ætla bara að koma vel út.

Jæja þetta er orðið ágætt í bili. Best að koma sér í ræktina og gera eitthvað af viti.

Speki dagsins ,,Reyndu að vera einungis háður sjálfum þér og engum öðrum því annars geturu vart kallað þig sjálfstæðan einstakling"


Þangað til næst veriði hress og njótið vorsins

Kveðja
Mikki refur

Tuesday, May 23, 2006

 
Sæl veriði lömbin mín - refurinn heilsar í ,,vorblíðunni"

Síðan ég skrifaði hér síðast hefur margt drifið á daga refsins og mun ég reyna að tíunda sumt hér en geyma annað með sjálfum mér.
Eins og þið sem rákuð inn nefið í Urriðanum einhverntíma síðustu vikur vitið þá var herbergið mitt vægast sagt á hvolfi. Eins og ég var búinn að seiga áður þá var þetta farið að leggjast ansi þungt á mig sem og aðra fjölskyldumeðlimi. Ekki sást í gólfið fyrir fötum og allt var í messi. Refurinn var búinn að lýsa yfir vanmætti sínum yfir ástandinu og vissi ekki hvernig hann ætti að taka á þessum málum. Ég var þó öruggur um eitt og það var að ég gæti aldrei gert þetta einn míns liðs. Ég settist því niður og skoðaði þá möguleika sem í boði voru.

1. Hringja í pólska starfsmannaleigu og fá pólska verkamenn í verkið. Ég sá fyrir mér að það gæti verið erfitt að redda þeim atvinnuleyfi og einnig verð ég að játa að ég er farinn að riðga ögn í pólskunni.

2. Flytja inn Tæju. Það var vissulega hugmynd sem kítlaði. Þær kunna víst að taka til og eru víst magnaðar í að brjóta saman þvott og strauja. Maður hefur hins vegar heyrt ljótar sögur að því að ef menn flytja inn eina slíka þá séu þeir innan skamms komnir með heilu fjölskyldurnar inn á gafl til sín. Þannig að ég setti þessa hugmynd í salt.

3. Hringja í þáttinn ,, Allt í drasli" með Heiðari Snyrti og Margréti skólastýru húsmæðraskólans. Vissulega spennandi kostur ..... eða Nei ! Frekar myndi ég vaða skítinn upp að hnám heldur en að þá fá þau skötuhjú í heimsókn til mín í hvítu sloppunum með uppþvottahanskana sína tuðandi og nöldrandi !

4. Hringja í Kristínu the Icelandair princess og setja hana í málið ! Já þarna var hugmyndin komin. Ég hringdi því í hana og narraði hana til þess að kíkja í heimsókn og setti hana síðan í verkið. Á meðan ég sat og horfði á leikinn KR-FH í sjónvarpinu var þessi elska að endurraða í alla skápana og skúffurnar, ryksuga og skúra - já svona á lífið að vera. Ég seigi það ekki að það komu svona einstaka öskur við og við eins og ,,Þorri ! hvað er að þér. Hvað er langt síðan þú tókst til hérna " og fleiri og fleiri leiðinda athugasemdir en ég sagði bara já já skil þig og hækkaði í sjónvarpinu ;)
En allavegana þá er allt orðið voðalega fínt hjá mér. Allt nýraðað og gott og búið að velja þau föt sem ég má vera í og hverju ég á að henda eða gefa !!

Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég væri að fara að spila með Pungmennafélaginu. Við spiluðum okkar fyrsta leik á sunnudag og töpuðum vægast sagt illa 3-1. Þetta var samt algjört flassback fyrir mig að spila þennan leik. Mér fannst eins og ég væri ennþá að spila með 2.flokki. Sigurður Logi búinn að hrækja aftan á einn mótherjann, sem brást auðvitað ókvæða við þannig að einhverjir pústar hófust sem við hötuðum auðvitað ekki að taka þátt í. Ég var náttúrulega samur við mig, allur rispaður á öðru hnénu og er hálf haltur og var að skipta mér af öllu því sem dómarinn gerði og kallaði meira að seigja kollega minn froðuheila. Já það er eins og við manninn mælt þegar þessi hópur kemur saman þá er eins og við skjótumst allir til baka í þroska um c.a. 10 ár. Ég vill samt taka það fram að ég var yfirburðarmaður á vellinum !!!!!!
Næsti leikur er svo á fimmtudag á grasi á Tungubökkum í Mosó - ég á góðar minningar frá þeim velli ;)

Refurinn er orðinn vörslumaður fyrir eignir vina og félaga sinna. Þannig er mál með vexti að vinur minn var að fara til USA og ætlar að vera þar í heilar 4 vikur og lét mig hafa bílinn sinn á meðan ásamt lykla af íbúðinni sinni sem ég á að passa upp á. Þannig að nú er refurinn hrikalegur spaði rúntandi niður Laugarveginn á GTI Golf og með hússkjól á Vatnsstígnum. Seinna í júní fer svo annar félagi minn út og ætlar að vera í 2-3- vikur og ég á að passa íbúðina hans í Hafnarfirðinum. Fínt að vera þar á vaktarhoppunum !

Jæja ég er orðinn þreyttur og nenni ekki að skrifa meira í bili.

speki dagsins ,, Þú ert höfundur af þinni eigin hamingju og þinni eigin vanlíðan. Haltu áfram að gera það sem virkar en hættu að gera það sem að virkar ekki"

Þangað til næst - Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn.


Kveðja
Mikki refur

This page is powered by Blogger. Isn't yours?